Tenglar

23. september 2010 |

120 ára afmælisveisla í Vogalandi

Afmælisbörnin Ingibjörg og Hafliði.
Afmælisbörnin Ingibjörg og Hafliði.
Ingibjörg Kristjánsdóttir og Hafliði Ólafsson í Garpsdal ætla að halda upp á sextugsafmælin sín á laugardag, 25. september. Ingibjörg varð 60 ára 18. september en Hafliði verður 60 ára 6. október. Þau vonast til að sjá sem flesta sveitunga og aðra vini til að samgleðjast þeim á þessum tímamótum. Afmælisfagnaðurinn verður haldinn í Vogalandi í Króksfjarðarnesi og hefst kl. 20 á laugardagskvöld.

 

Athugasemdir

Þorgeir Samúelsson, laugardagur 25 september kl: 13:13

Stór stund...stór tímamót..en lítið mál fyrir þessa unglinga...eru alltaf og verða ung í anda...og svo næ ég ykkur bráðum:) Skora á alla Austur-Barðstrendinga nær og fjær að hafa og senda ábendingu til orðunefndar..að sæma þessi heiðurs hjón orðu fyrir fáheyrt og óeygingjarnt starf hér í þágu okkar íbúanna í læknishéraði Reykhólahrepps..Í nútímanu væri það kallaðar lygasögur ef maður vogaði sér að segja frá og lýsa útkalli á slysstað eða snarræði þeirra hjóna við að koma sér á staðinn þar sem fyrstu hjálpar er þörf...bara það eru staðreyndir sem nútíminn skylur ekki..og vegna hvers skylur nútímin það ekki?...jú vegna þess að manngildið og mannvitið var meira virði þá... en nú...kanski kjánalegt að segja svona...en þetta er samt nútíma-þjóðfélagsleg staðreynd.

Innilegar hamingjuóskir til ykkar hjóna á afmælisdeginum
og gangi ykkur allt í haginn í ókominni framtíð.

Kv.
Þorgeir

Ingibjörg Smárad, laugardagur 25 september kl: 19:02

Innilegar hamingjuóskir til ykkar hjóna með afmælisdaganna, með þökk fyrir allt gamalt og gott,hafið það sem allra best um ókomin ár og njótið lífsins því við vitum aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér,gangið því hægt um gleðinnar dyr í afmælisveislunni.
KV.Inga Borg og fjölskilda í sveitasælunni í Landeyjunum.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31