Aðför að menntun í landinu
Með ákvörðunum sínum um að skerða starfsemi framhaldsskólanna hefur menntamálaráðherra vegið að hlutverki þeirra og tilverugrundvelli. Afleiðingarnar eru margvíslegar en ljóst er þeirra verður mikið vart á landsbyggðinni þar sem þær koma fram í veikari stöðu byggðanna og fráhvarfi efnaminna fólks frá námi. Ráðstafanir menntamálaráðherra hafa þannig breytt stöðu skólanna í samfélaginu og einnig samfélaginu innan vébanda þeirra.
Þetta segir meðal annars í grein sem Lilja Rafney Magnúsdóttir á Suðureyri, oddviti Vinstri grænna í NV-kjördæmi, sendi vefnum til birtingar undir fyrirsögninni hér að ofan. Niðurlagsorð hennar eru þessi:
Niðurrifsstefna menntamálaráðherra má ekki verða ofan á. Hún verðskuldar að bíða skipbrot og það sem fyrst. Í stað hennar ætti að koma uppbyggingarstefna sem styrkir framhaldsskólastarf hvarvetna í landinu en ekki síst á landsbyggðinni og eflir símenntunarstöðvarnar sem víða búa nú við þröngan kost.
Grein Lilju Rafneyjar í heild má lesa hér og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin.