Tenglar

20. september 2016 | Umsjón

Aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði birt

Flýta þarf uppbyggingu innviða á Vestfjörðum og vinna markvisst að því að gera svæðið samkeppnishæft við aðra landshluta sem búsetukost, fyrir fyrirtæki á samkeppnismarkaði og í samgöngum. Tryggja þarf í fjárlögum næstu ára að lögð verði áhersla á eflingu innviða á Vestfjörðum á sviði orku, samgangna og fjarskipta.

 

Þetta kemur fram í frétt á vef forsætisráðuneytisins í dag, þar sem kynnt er og birt áætlun um aðgerðir á sviði samfélags- og atvinnuþróunar fyrir Vestfirði, sem gerð var fyrir ríkisstjórnina.

 

Í niðurstöðum kemur fram, að skortur á sterkum innviðum hafi staðið fjölbreyttum atvinnutækifærum fyrir þrifum á Vestfjörðum, og þar sem nútímasamskiptatækni skorti sé landshlutinn í verri samkeppnisstöðu til að laða yngra fólk til búsetu.

 

Öryggi í orkumálum, bættar samgöngur og bætt fjarskipti ásamt framboði á góðri menntun og tryggri heilbrigðisþjónustu séu allt þættir sem veita fólki á öllum aldri öryggi og bæti búsetuskilyrði. Þættir sem þyki hluti af sjálfsögðum lífsgæðum í nútímasamfélögum verði að vera til staðar á Vestfjörðum, eigi atvinnulíf og samfélag þar að geta dafnað.

 

Áætluninni er skipt í fjóra hluta. Fyrsti hluti fjallar um þróun og stöðu búsetu á Vestfjörðum. Í öðrum hluta er farið stuttlega yfir sérstök tækifæri í vaxtargreinum. Í þriðja hluta er fjallað um stór og viðamikil framfaraverkefni fyrir Vestfirði. Þar má m.a. nefna samgöngumál, uppbyggingu heilbrigðisþjónustu til framtíðar, skattamál, orkumál, menntun og menningu, húsnæðismál, aukna samvinnu sveitarfélaga o.s.frv. Í fjórða hluta er tekið á einstökum verkefnum, sem hægt er að kalla smærri verkefni, en það er von og trú nefndarinnar sem vann áætlunina að hægt sé að koma þeim strax til framkvæmda samhliða sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019.

 

Aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði (pdf)

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31