Tenglar

18. desember 2011 |

Aðventuljós við Einireyki

Hverir eru margir á Reykhólum og þar í kring enda er þetta mesta jarðhitasvæðið á Vestfjarðakjálkanum og húshitun í þéttbýli á Vestfjörðum hvergi nærtækari. Fornfræg er Grettislaug sem núna er reyndar þorrin eftir boranir á svæðinu á sínum tíma. Ummerki hennar eru rétt fyrir ofan núverandi Grettislaug - sundlaugina góðu neðan við þorpið. Hverinn Einireykir (heitið hefur bæði fyrr og síðar verið ritað ýmist með þessum hætti eða Einir Reykir) stendur hins vegar ennþá fyrir sínu. Hann er á flatlendinu suðaustur af þorpinu á Reykhólum og þangað er ekki langt að rölta frá Grettislaug vorra daga.

 

Jón Þór Kjartansson á Reykhólum fékk sér göngutúr niður að Einireykjum og tók myndina sem hér fylgir. Núna þegar vetrarsólstöður eru á næsta leiti rétt skríður sólin yfir suðurfjöllin þegar hún er hæst á lofti í hásuðri. Því er einna líkast að kviknað sé í staurnum eða búið að koma upp aðventukerti heldur af stærri gerðinni þarna við Einireyki þar sem gufuna leggur upp rósamlega í hægviðri.

 

Smellið á myndina til að stækka hana.

 

Sjá nánar varðandi Grettislaugina gömlu - mynd af Steinunni Hjálmarsdóttur á Reykhólum við þvott:

08.03.2011  Stórmerkilegar fornleifaskýrslur úr Reykhólahreppi

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31