Tenglar

9. mars 2012 |

Áfram hátt raforkuverð á Reykhólum

Hluti Reykhólaþorps / Árni Geirsson.
Hluti Reykhólaþorps / Árni Geirsson.

Þær breytingar á framkvæmd raforkulaga sem samþykktar voru í iðnaðarráðuneytinu núna um mánaðamótin munu ekki hafa áhrif á þéttbýlið á Reykhólum og byggðina í kring, að því er fram kemur í svari Orkubús Vestfjarða vegna fyrirspurnar sveitarstjóra Reykhólahrepps. Þar af leiðir að byggðarkjarninn mun áfram greiða eftir taxta sem er mun hærri en almenn gjaldskrá. Þetta kom fram á fundi hreppsnefndar í gær.

 

„Sveitarstjórn Reykhólahrepps undrast þær reglugerðarbreytingar sem gerðar hafa verið á framkvæmd raforkulaga nr. 65/2003, þar sem ekki er tekið á þeim vanda sem skapaðist við setningu laganna“, segir í bókun.

 

„Sveitarstjórn krefst þess að lögum verði breytt, þannig að kostnaður við flutning og dreifingu á raforku verði jafnaður að fullu fyrir alla notendur almenningsveitna. Sameina þarf aðflutnings- og dreifikerfi landsins í eina heild, með eina gjaldskrá fyrir alla landsmenn.

 

Sveitarstjórn lítur þannig á, að raforka og aðgangur fólks að henni sé grunnþjónusta sem eigi að vera á sama verði fyrir alla landsmenn, óháð búsetu. Það er alveg ljóst að markmið raforkulaganna var ekki að hækka raforkuverð á landsbyggðinni. Það hefur engu að síður gerst og þarf að leiðrétta strax.“

 

Iðnaðarráðuneytið - reglugerð 1. mars 2012

 

Sjá einnig reitinn Fundargerðir neðst til vinstri á síðunni.

 

Athugasemdir

Ásgeir, fstudagur 09 mars kl: 21:37

Sá sem ákveður ótilneyddur og sjálfviljugur að búa á stað A á enga heimtingu á að sá sem býr á stað B bæti honum upp að einhver gæði eru þar lakari en annars staðar.

Þeir sem velja að búa á landsbyggðinni telja sig liklega getað fundið þar góðan starfa, njóta nálægðarinnar við nattúruna eða telja umhverfið gott fyrir barnauppeldi. Þeir eiga enga kröfu á hendur nokkrum manni sem annars staðar býr að bæta þeim upp að aðstæður til framleiðslu og dreifingar orku séu þannig að rafmagnið verður dýrt, húskyndingarkostnaðurinn mikill, svari ekki kostnaði að leggja ljosleiðara í plássið, að ferðalagið er dýrt og langt í höfuðborgina, nú eða erfitt um vik að senda börnin í tónlistarnám.

Ekki frekar en íbúar i þéttbýli eiga heimtingu á að íbúar landsbyggðarinnar greiði þeim einhverja uppbót fyrir að fara á mis við allt það goða sem fylgir dvölinni í dreifbýlinu.

Eyvindur Magnússon, laugardagur 10 mars kl: 09:26

Ofboðslega vona ég að þessi ágæti Ásgeir hafi verið að æfa sig fyrir uppistand þegar hann skrifaði þetta, ég tek því amk þannig. Enginn er að heimta að B borgi fyrir A, A er bara að biðja um að njóta sömu kjara. Jafnrétti kæri Ásgeir jafnrétti á öllum sviðum. Verð að hætta þetta pár hækkar hjá mér rafmagnsreikninginn

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30