Tenglar

22. september 2011 |

Ákvörðun ráðherrans um leiðarval sögð óskiljanleg

Ögmundur Jónasson ræðir vegamálin á fundinum í Bjarkalundi kvöldið áður.
Ögmundur Jónasson ræðir vegamálin á fundinum í Bjarkalundi kvöldið áður.

„Nýframkvæmdum á þjóðvegi 60 hefur miðað hægt í áranna rás og viðhald vega verið með því versta sem gerist á Íslandi. Þolinmæði íbúanna hefur verið óþrjótandi. Vonin um að vera næst í röðinni hefur haldið þolinmæðinni við. Nú er sú þolinmæði þrotin“, sagði Haukur Már Sigurðsson á Patreksfirði í yfirlýsingu sem borin var upp á fundinum þar með Ögmundi Jónassyni í fyrradag. Síðan gekk mikill meirihluti gesta af fundi, þegar hann var rétt byrjaður, til að lýsa vonbrigðum sínum með framganginn í samgöngumálum.

 

Í yfirlýsingunni segir enn fremur:

 

„Ákvörðun þín, Ögmundur Jónasson, fyrir hönd hins opinbera, um að leggja ekki veg um láglendi, heldur fara um hæstu heiðar og stofna þannig öryggi vegfarenda í meiri hættu en þörf er á, eru mikil vonbrigði. Að skipta út öryggi vegfarenda og búsetuöryggi íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum fyrir lítið landsvæði sem fáum er sýnilegt er okkur óskiljanlegt.

 

Baráttu okkar fyrir láglendisvegi er ekki lokið, nú mun sú barátta hefjast af meiri þunga en áður. Þolinmæðin sem við höfum sýnt er þrotin og tími aðgerða runninn upp. Við munum ekki sætta okkur við ákvörðun þína. Við köllum eftir stuðningi allra Íslendinga um aðstoð við snúa ákvörðun ráðherra við. Þjóðvegir eru vegir allra landsmanna og því engum óviðkomandi hvernig þeir eru lagðir. Fórnum ekki öryggi vegfarenda fyrir minni hagsmuni örfárra eiginhagsmunaaðila.

 

Vitrir menn lögðust undir feld í árdaga Íslandsbyggðar og skriðu síðan undan með lausn sem var þjóðinni ásættanleg. Við skorum á þig og Alþingi Íslendinga að gera slíkt hið sama. Alþingi Íslendinga setti þau lög sem komu málinu í hnút og er því eina stofnunin sem getur leyst úr honum.“

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31