Tenglar

6. maí 2011 |

„Alvarlegar athugasemdir“ vegna misskiptingar

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga áréttar, að undirbúningur verkefna sem samþykkt voru á fundi ríkisstjórnarinnar þann 5. apríl sl. á Ísafirði fór fram án formlegs samráðs við forsvarsmenn sveitarfélaga eða stofnana þeirra. Verkefnin í heild munu hafa jákvæð áhrif fyrir samfélög og atvinnulíf á Vestfjörðum, en gera verður alvarlegar athugasemdir varðandi misskiptingu þeirra gagnvart einstökum svæðum innan Vestfjarða.

 

Þessi ályktun var bókuð á fundi stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga í vikunni.

 

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga skorar því á ríkisstjórn Íslands að auka við fjárveitingu til verkefnatillögu nr. 2 - tryggt verði áframhaldandi gott framboð á námi á framhaldsskólastigi á Vestfjörðum.

 

Gerð er sú krafa að sett verði aukið fjármagn til þessa verkefnis eða sem nemur 10 milljónum króna. Verði þeim fjármunum ráðstafað til sveitarfélagsins Strandabyggðar til að hefja undirbúning að stofnun framhaldsdeildar á Hólmavík, sem nýtast muni Strandabyggð sem og nágrannasveitarfélögum í Strandasýslu, í Reykhólahreppi og hugsanlega víðar.

 

Fjórðungssamband Vestfirðinga er bandalag sveitarfélaga á Vestfjörðum, sameiginlegur vettvangur þeirra og málsvari. Hér er um frjáls samtök að ræða en ekki lögbundin. Tilgangur sambandsins er að vinna að hagsmunum vestfirskra sveitarfélaga og alls Vestfirðingafjórðungs. Fjórðungssamband Vestfirðinga fylgist náið með og beitir sér í málefnum sveitarfélaga, hvar sem þau kunna að vera til umfjöllunar, ekki síst á Alþingi, í ráðuneytum og ríkisstofnunum.

 

05.04.2011  Ríkisstjórnin á Ísafirði og ræðir málefni Vestfirðinga


Fjórðungssamband Vestfirðinga
  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31