3. apríl 2012 |
Assa: Opinn súpufundur á Reykhólum
Handverksfélagið Assa kynnir starfsemi sína og framtíðaráform á súpufundi í matsal Reykhólaskóla í kvöld, þriðjudag. Undanfarin ár hefur félagið verið með handverks-, nytja- og bókamarkað í Króksfjarðarnesi og greinir frá gangi mála. Rjómalöguð sveppasúpa með brauði kostar kr. 800. Húsið verður opnað kl. 18.30.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Súpufundirnir í Reykhólahreppi 2012.