Tenglar

7. júlí 2011 |

Átak um rétta staðsetningu póstkassa í dreifbýli

Póstkassi í Reykhólahreppi um vetur. Verra þegar rignir.
Póstkassi í Reykhólahreppi um vetur. Verra þegar rignir.

Íslandspóstur mun í sumar standa að átaki um rétta staðsetningu póstkassa í dreifbýli. Pósti er dreift til um 6.000 heimila í dreifbýlinu og fer dreifingin þannig fram að almennum bréfapósti er dreift í póstkassa en skráðum sendingum ekið heim til íbúa. Í tilkynningu frá Íslandspósti segir að dreifing pósts um dreifbýli landsins fari fram með landpóstum sem séu eins konar pósthús á hjólum. Árlega aki þeir um 3,5 milljónir kílómetra fimm daga vikunnar. Til að tryggja öryggi og áreiðanleika í póstafhendingu sé mikilvægt að póstkassar séu bæði rétt staðsettir og vel merktir með nafni íbúa og bæjarnafni. Þá sé mikilvægt að tæma póstkassa daglega.

 

Rétt staðsetning póstkassa fer eftir ýmsum tilmælum sem getið er um í reglugerð um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu. Almenna reglan er sú að póstkassi skal vera við vegamót ef heimreið er 50 metrar eða lengri. Póstkassi skal ekki vera lengra en 500 metra frá húsi að jafnaði en þó eru á því undantekningar ef heimreið er yfir tveir kílómetrar að stöku heimili. Landpósturinn mun hafa samband við íbúa þar sem þarf að breyta staðsetningu póstkassa og vonast er til að þessar breytingar valdi sem minnstum óþægindum og að viðskiptavinir sýni skilning, segir í tilkynningu frá Íslandspósti.

 

Sjá einnig:

16.01.2009  Eiga ekkert erindi undir beru lofti á Íslandi

16.01.2009  Verra þegar hann rignir en þegar hann snjóar

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31