4. janúar 2013 | vefstjori@reykholar.is
Björgunarsveitin Heimamenn með þrettándasölu
Þrettándasala verður í húsi Björgunarsveitarinnar Heimamanna að Suðurbraut 5 á Reykhólum kl. 12-17 á sunnudag, 6. janúar. Lækkað verð á ýmsum vörum í tilefni þrettándans. Jafnframt þakkar björgunarsveitin veittan stuðning á árinu sem var að kveðja.
Nánari upplýsingar ef þörf krefur veitir Bragi Jónsson í síma 848 7449.