Tenglar

27. febrúar 2011 |

Breiðafjörður senn á heimsminjaskrá?

Frá þorpinu í Flatey / hþm.
Frá þorpinu í Flatey / hþm.
1 af 2
Breiðafjörður er á nýrri yfirlitsskrá Íslands, sem ráðuneyti mennta- og menningarmála hefur sent heimsminjaskrifstofu Mennta-, vísinda- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Hér er þó ekki enn um formlega tilnefningu að ræða. Skv. heimsminjasamningum UNESCO um verndun menningar- og náttúruminja gera aðildarríkin yfirlitsskrá um þau verðmæti á yfirráðasvæði sínu, sem tilheyra menningar- eða náttúruarfleiðinni og ættu að þeirra mati heima á heimsminjaskránni. Hérlendis eru núna Þingvellir og Surtsey á heimsminjaskrá UNESCO.

 

Á yfirlitsskrá um fyrirhugaðar tilnefningar Íslands er nú eftirtalið:

 

     Náttúru- og menningarminjar:

          Breiðafjörður

     Náttúruminjar:

          Þingvallasvæðið

          Vatnajökulsþjóðgarður

          Mývatn og Laxá

     Menningarminjar:

          Íslenskar torfbyggingar ásamt tengdu búsetulandslagi

          Víkingaminjar (fjölþjóðleg raðtilnefning)

 

Nánari upplýsingar um heimsminjasamninginn er að finna hér.

 

Sjá einnig:

Erindi ráðuneytisins til UNESCO (enska - pdf)

Rhol. 19.02.2011  Veglegur styrkur til verkefnis í Flatey á Breiðafirði

Rhol. 11.02.2011  Deilt um breytingar á skipan Breiðafjarðarnefndar

Mbl. 1988  Flatey: Elsta og minnsta bókasafn á Íslandi endurreist

Vefur Breiðafjarðarnefndar

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31