Tenglar

23. desember 2010 |

Byggðasamlag um málefni fatlaðra á Vestfjörðum

Daníel, Ómar Már, Elías, Albertína Friðbjörg og Aðalsteinn.
Daníel, Ómar Már, Elías, Albertína Friðbjörg og Aðalsteinn.
Stofnfundur Byggðasamlags um málefni fatlaðs fólks var haldinn í Þróunarsetrinu á Ísafirði í morgun. Á fundinum var samþykktur samningur um stofnun samlagsins, sem hafa mun yfirumsjón með málaflokknum þegar hann færist frá ríki til sveitarfélaga um áramót. Aðilar samlagsins eru Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Strandabyggð, Kaldrananeshreppur, Árneshreppur, Reykhólahreppur, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð.

 

Á meðfylgjandi mynd rita undir samninginn Daníel Jakobsson bæjarstjóri f.h. Ísafjarðarbæjar og Vesturbyggðar, Ómar Már Jónsson sveitarstjóri f.h. Súðavíkurhrepps, Elías Jónatansson bæjarstjóri f.h. Bolungarvíkurkaupstaðar, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga f.h. Tálknafjarðarhrepps, og Aðalsteinn Óskarsson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða f.h. Strandabyggðar, Kaldrananeshrepps, Árneshrepps og Reykhólahrepps.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31