Tenglar

13. janúar 2011 |

Dómsmál snertir bátasafnið á Reykhólum

Af vef safnsins á Hnjóti.
Af vef safnsins á Hnjóti.
Stjórn Minjasafns Egils Ólafssonar á Hnjóti í Örlygshöfn við Patreksfjörð ætlar að sækja með dómsvaldi gripi sem hún telur í eigu safnsins. Kristinn Egilsson bóndi á Hnjóti, sem hefur þá til varðveislu, ætlar ekki að láta munina nema að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Egill heitinn Ólafsson á Hnjóti, stofnandi minjasafnsins, gaf það árið 1983 og núna er það í eigu Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps. Verið er að endurskipuleggja starfsemi safnsins. Meðal annars eiga bátar þess að fara til varðveislu á nýju bátasafni að Reykhólum. Þá ákvörðun er Kristinn Egilsson, ábúandi á Hnjóti og sonur stofnanda safnsins, ekki sáttur við.

 

Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins.

 

Kristinn segir skýrt hafa verið kveðið á um það á hvaða forsendum bátarnir komu að Hnjóti og þeir verði varðveittir þar. Það væri hneisa að láta bátana í burtu út af einhverjum stundarerfiðleikum. Það komi ekki til greina.

 

Mikið af safnmunum er í geymslu í eigu Kristins og hann ætlar ekki að láta þá af hendi nema tryggt sé að saga þeirra verði skráð. Sama gildir um flugminjasafnið á Hnjóti, sem Kristinn segir að sé sín eign. Best væri að hægt væri að sameina söfnin þannig að safnið á Hnjóti gæti orðið sterk eining.

 

Safnstjórnin á Hnjóti hefur þegar leitað réttar síns og ætlar að sækja munina með dómsvaldi. Beiðni þar að lútandi hefur verið send sýslumanninum á Patreksfirði. Því er ljóst að stefnir í hörð átök um þetta merka minjasafn.

 

Vefur Minjasafnsins á Hnjóti

Vefur Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30