Tenglar

29. ágúst 2011 |

Eden-hugmyndafræðin kynnt á aðalfundi SBK

Aðalfundur Sambands breiðfirskra kvenna (SBK) verður haldinn annað kvöld, þriðjudag, í Félagsheimilinu á Staðarfelli á Fellsströnd og hefst kl. 20. Auk venjulegra aðalfundarstarfa munu Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í Mýrartungu II og Svanhildur Sigurðardóttir á Reykhólum kynna Eden-hugmyndafræðina, sem er ný stefna í búsetumálum aldraðra. Öllum, jafnt körlum sem konum, er velkomið að sitja þá kynningu, sem hefst um kl. 21. Kaffiveitingar eru í boði Kvenfélagsins Hvatar á Fellsströnd, sem og fundurinn sjálfur.

 

Kjarninn í Eden-hugmyndafræðinni er heimilislegt andrúmsloft og umhverfi. Inntak hennar er að skapa þá tilfinningu, að fólk búi ekki á stofnun heldur á heimili þar sem því líður vel.

 

SBK samanstendur af kvenfélögum í Reykhólahreppi og Dalabyggð. Formaður sambandsins er Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í Mýrartungu II í Reykhólasveit.

 

Sjá dagskrá fundarins nánar hér

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30