Tenglar

13. október 2011 |

Einar Sveinn kominn - mánudagur til mæðu

Einar Sveinn Ólafsson.
Einar Sveinn Ólafsson.

Til stóð að Einar Sveinn Ólafsson kæmi vestur til starfa sem framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar hf. þann 10. október en þegar það reyndist vera mánudagur flýtti hann för sinni og kom fyrir helgi, trúr hinu fornkveðna að mánudagur sé til mæðu. „Þetta leggst vel í mig, bæði starfið og þá ekki síður staðurinn. Ég á nú ættir að rekja héðan úr grenndinni“, segir Einar Sveinn. „Afi minn bjó í Hvarfsdal inn af Búðardal á Skarðsströnd hér beint á móti áður en hann fluttist í Sælingsdal. Nú hlakka ég bara til að fá konuna mína vestur í desember.“

 

Fyrr í vikunni kom einn af stjórnarmönnum Þörungaverksmiðjunnar frá Skotlandi á Reykhóla. „Hann var að setja mig inn í starfið og koma mér í samband við þá sem við eigum viðskipti við“, segir Einar Sveinn.

 

Nýi framkvæmdastjórinn kemur frá Olíudreifingu

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30