30. apríl 2012 |
Eitthvað fyrir íslenska bændur?
Meðal þess sem fengist er við á sænska sveitabýlinu Gårdsbacken er þjálfun smalahunda. Fleiri en hundar hafa þó fengið tilsögn í þeirri list: Smalakanínan á bænum er allsendis ófeimin við féð. Og hvað eljusemi varðar má líkja henni við sjálfa Duracell-kanínuna frægu.
Slóðina á myndskeiðið um smalakanínuna sendi Böðvar í Skógum. „Gefur hugmynd um hvernig hægt er að létta sér störfin,“ segir hann.