Tenglar

10. febrúar 2011 |

Fækkun lögreglumanna mótmælt

Bæjarráð Vesturbyggðar mótmælir yfirvofandi fækkun lögreglumanna á landsbyggðinni. „Aðgerð þessi mun án efa ógna öryggi íbúa og ekki síst ferðamanna þar sem biðtími eftir aðstoð eykst og munu þessar breytingar líklega hafa í för með sér aukið álag á lögreglumenn sem eru nú þegar undir gríðarlegu álagi þar sem umdæmi er víðfeðm og erfið yfirferðar“, segir í bókun bæjarráðs. Bæjarráð tók einnig fyrir bréf frá stjórn Lögreglufélags Vesturlands þar sem varað er við varhugaverðri þróun löggæslumála á Vesturlandi. Reykhólahreppur heyrir undir lögregluna á Patreksfirði, enda þótt styttra sé í helstu byggð í hreppnum frá Hólmavík og Búðardal, en á síðarnefnda staðnum hefur verið ákveðið að leggja lögregluvarðstöðina niður.
 

Í bréfi stjórnar Lögreglufélags Vesturlands segir, að sparnaður hafi þegar veikt löggæsluna á Vesturlandi og lengra megi ekki ganga. Lögregla hafi stórfellt minni tækifæri til að sinna frumkvæðismálum eins og umferðarlagabrotum, akstri undir áhrifum, fíkniefnalagabrotum og öðru sem krefst þess að lögregluþjónar fari út og leiti uppi málin. Á árinu 2011 sé enn farið fram á sparnað þrátt fyrir að glögglega megi sjá að sparnaður hefur þegar haft mjög neikvæð áhrif á löggæslu á Vesturlandi.

 

Vefur Vesturbyggðar

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31