Tenglar

5. október 2011 |

Fjárveiting til Barmahlíðar hækkuð skv. frumvarpi

Barmahlíð. Ljósm. Árni Geirsson.
Barmahlíð. Ljósm. Árni Geirsson.

Fjárveiting til Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Barmahlíðar á Reykhólum hækkar um 15 milljónir króna vegna áframhaldandi reksturs tveggja hjúkrunarrýma sem heimilaður var í áætlun ríkisstjórnarinnar um eflingu byggðar og atvinnu á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Á fundi sínum á Ísafirði í vor tilkynnti ríkisstjórnin að starfsemi Barmahlíðar yrði varin og dvalarrýmum ekki fækkað eins og áður hafði verið ákveðið.

 

Forsagan er sú að velferðarráðuneytið tilkynnti hjúkrunarforstjóra Barmahlíðar í febrúar að heimilinu væri gert að fækka öldrunarrýmum úr 14 í 12 á þessu ári. Hreppsnefnd Reykhólahrepps sagði rekstrargrundvöll heimilisins þar með brostinn. Tvö rými á heimilinu samsvara 14,4 milljóna króna framlagi frá ríkinu eða um 15% af heildarframlagi til heimilisins.

 

Gert er ráð fyrir að framlög ríkissjóðs til reksturs öldrunarheimila nemi alls 19,6 milljörðum króna og lækki frá fjárlögum fyrra árs um liðlega 65 milljónir króna að frátöldum hækkunum launa og verðlags.

 

05.04.2011  Hætt við niðurskurð á Dvalarheimilinu Barmahlíð

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30