Tenglar

24. ágúst 2020 | Sveinn Ragnarsson

Fjölbreytt dagskrá í félagsmiðstöðinni í vetur

Félagsmiðstöðin á Reykhólum í samvinnu við ungmennafélagið Aftureldingu á Reykhólum og hestamannafélagið Glað mun verða með spennandi dagskrá á þriðjudögum í vetur.

 

Boðið verður upp á klúbbastarf og verða eftirfarandi klúbbar í boði:

 

 • Knapamerki
 • Fimleikar
 • Fótboltaæfingar/körfuboltaæfingar
 • Dungeons & Dragons

 

Opið verður í félagsmiðstöðinni á sama tíma þar sem ýmis afþreying verður í boði fyrir 5.-10. bekk:

 • Spil
 • Föndur
 • Playstation
 • Aðstoð við heimanám
 • Pool
 • Foozball
 • Og margt fleira

 

Hægt verður að kaupa létta hressingu í félagsmiðstöðinni (vöfflur, pylsur, skyr/jógúrt, samlokur, núðlur ofl.) fyrir þá sem eiga ekki tök á því að hlaupa heim í mat, eða eru uppteknir við að hlaupa á milli klúbba.

 

Kynningartími verður í öllum klúbbum þriðjudaginn 1. september og hefst svo hefðbundin dagskrá þriðjudaginn 8. september.  

 

Kynningartíminn verður með eftirfarandi tímasetningar

 

16:30 Fimleikar

17:30 Dungeons and Dragons

18:30 Knapamerki

19:30 Fótbolti/körfubolti

 

Skráning verður á emaili johanna@reykholar.is en gott væri ef þið skráið þátttöku í kynningartímana líka.

 

Meðfylgjandi eru auglýsingar fyrir klúbbana.

 

 

Með von um góða þátttöku

Starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar.

 

Nánar um klúbbana á Tómstundastarf

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2023 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31