Tenglar

24. apríl 2016 |

Flateyjarkirkja nýtur góðs af skemmtiferðaskipum

Flateyjarkirkja. Klausturhólar fjær vinstra megin. Bókhlaðan í hvarfi við kirkjuna. Ljósm. flatey.com.
Flateyjarkirkja. Klausturhólar fjær vinstra megin. Bókhlaðan í hvarfi við kirkjuna. Ljósm. flatey.com.

Fjáröflunarnefnd Flateyjarkirkju stóð síðasta sumar fyrir nýrri fjáröflun fyrir kirkjuna. Tekið var á móti þremur skemmtiferðaskipum sem komu til Flateyjar og var farið með farþega þeirra og áhafnir í stuttar ferðir um eyjuna með leiðsögn. Þetta gafst mjög vel og skilaði liðlega 400 þúsund krónum til kirkjunnar.

 

Þetta kemur fram í fundargerð aðalfundar Framfarafélags Flateyjar, sem birt er á vef félagsins. Þar segir einnig:

 

Tónleikahald í kirkjunni síðastliðið sumar skilaði bæði aurum í kassann og gladdi fjölmarga Flateyinga. Stormsveitin hélt tónleika í byrjun júlí og gerði stormandi lukku. Sönghópurinn Olga heimsótti Flatey í annað sinn og hélt stórgóða tónleika í byrjun ágúst.

 

Allmikið af áheitum og minningargjöfum barst kirkjunni á árinu. Einn danskur hópur sem heimsótti Flateyjarkirkju í júnímánuði launaði fyrir góða heimsókn með 20 þúsund króna framlagi.

 

Dósasöfnunin skilaði rúmlega 400 þúsund krónum og var farin „dósapressunarferð“ í byrjun októbermánaðar til að ganga frá afrakstri ársins og koma dósum og flöskum um borð í Baldur til flutnings til Stykkishólms.

 

Fróðleikur um Flateyjarkirkju á vefnum flatey.com

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2023 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31