Tenglar

12. desember 2011 |

Flottir lokkar: Fáir tímar lausir fyrir jól

Silvía Björk Birkisdóttir.
Silvía Björk Birkisdóttir.

„Viðtökurnar hafa verið mjög góðar, alveg fram úr björtustu vonum“, segir Silvía Björk Birkisdóttir, sem í sumar opnaði hárgreiðslustofu á neðri hæðinni í húsi Grettislaugar á Reykhólum undir nafninu Flottir lokkar. Þegar spurt var hvort mikið væri pantað fyrir jólin sagði Silvía að ástæðulaust væri sín vegna að minna á jólaklippinguna því að mjög lítið væri eftir af lausum tímum. Hins vegar má geta þess hér hvenær stofan er opin enda hefur tíminn breyst frá því sem var í upphafi.

 

Opið er alla virka daga kl. 14.30-18 eða eftir samkomulagi. Hins vegar er opið lengur eða kl. 9-18 fjóra daga það sem eftir lifir af aðventu, dagana 15. og 16. desember og 21. og 22. desember. Milli jóla og nýárs verður aðeins opið 28. desember en síðan verður opnað aftur með venjulegum hætti 3. janúar.

 

Tímapantanir eru í síma 845 4550 og Silvía Björk þjónustar alla, bæði konur og kalla. Hjá Flottum lokkum fæst mikið úrval af vörum frá TIGI.

 

Silvía Björk opnaði stofuna sína fyrir nærri hálfu ári eða 25. júní í sumar. Í athugasemdum við frétt sem birtist hér á vefnum af því tilefni voru skrifaðar alls 23 kveðjur og heillaóskir en það er líklega metfjöldi eða a.m.k. með því allra mesta undir einni frétt á þessum vef.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30