Tenglar

15. september 2011 |

Formaður samgöngunefndar FV: Langvinnt stríð

Sigurður Pétursson, formaður samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga.
Sigurður Pétursson, formaður samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga.

„Það er alveg ljóst að við verðum að virkja þingmenn Norðvesturkjördæmis og fá þá til liðs við okkur í því að breyta tillögu ráðherra“, segir Sigurður Pétursson, formaður samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga (FV), varðandi ákvörðun Ögmundar Jónassonar um Vestfjarðaveg í Gufudalssveit í Reykhólahreppi. Samráð sveitarfélaga á Vestfjörðum og FV er í nokkuð föstu formi og segir Sigurður að sambandið muni beita áhrifum sínum um framhald málsins og áformi að funda um málið eftir helgi. Þá munu fulltrúar FV sitja íbúafund sem Ögmundur hefur boðað með íbúum Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps á þriðjudag.

 

Þetta kemur fram á fréttavefnum bb.is á Ísafirði.

 

„Þetta er orðið ansi langvinnt stríð. Það má segja að komnir séu hátt í tveir áratugir síðan baráttan fyrir láglendisvegi hófst og ég vonaðist til að loksins kæmi ásættanleg lausn í þessi mál“, segir Sigurður. Hann heldur þó enn í vonina um að hægt verði að breyta ákvörðuninni. Vestfirðingar geti reynt að hafa áhrif á samgönguáætlun sem lögð verður fram á Alþingi í haust.

 

Sigurður segir að tillaga Ögmundar hafi verið mikil vonbrigði. Eftir samráðsfundi í Reykjavík hefði hann vonast til að meira tillit yrði tekið til sjónarmiða íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum. „Það var okkar stefna, bæði fulltrúa sveitarfélaganna í Barðastrandarsýslu og okkar í Fjórðungssambandinu, að ef vikið yrði frá leið B, sem fer um Teigsskóg, þá yrði að koma önnur sambærileg leið í staðinn, það er að segja láglendisvegur. Þess vegna hljótum við að skoða hvort við getum ekki haft áhrif og fært ávörðunina til þess vegar sem við getum verið sátt við“, segir Sigurður Pétursson.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30