Tenglar

14. júní 2011 |

Fransmannasýning og veitingar á Hnjóti

Hnjótur í Örlygshöfn við Patreksfjörð. Ljósm. Mats Wibe Lund.
Hnjótur í Örlygshöfn við Patreksfjörð. Ljósm. Mats Wibe Lund.
Opnuð hefur verið sýningin Franskir sjómenn við Íslandsstrendur á Minjasafni Egils Ólafssonar á Hnjóti í Örlygshöfn við sunnanverðan Patreksfjörð. Hún samanstendur af gömlum myndum og munum, mörgum yfir 100 ára, sautján plakötum um helstu samskipti Fransmannanna við landsmenn, frönskum og íslenskum bókum um útgerð þeirra á Íslandsmið, og jafnframt nútímahorni þar sem nýju samskiptunum er lýst.

 

Þá hefur einnig verið opnuð kaffitería á Hnjóti undir heitinu Gott í kroppinn. Hún er rekin af hjónunum Sverri Kristjánssyni og Heiðrúnu Sigurðardóttur. Á matseðlinum er sjávarréttasúpa hússins, síld, rækjur, lax, fiskibollur, plokkfiskur, kjötbollur, saltfiskréttur, kartöflur, hrísgrjón, salöt, dressingar, brauð og ýmislegt annað.

 

Minjasafnið á Hnjóti er opið alla daga kl. 11-19 en kaffiterían er opin alla daga kl. 11-20. Forstöðumaður Minjasafns Egils Ólafssonar er María Óskarsdóttir. Sími á safninu er 456 1511.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30