Tenglar

7. júní 2011 |

Fyrsta ferð Grettis BA 39 að sækja þang

Björn Kristjánsson háseti glaðbeittur við lestina sem er sneisafull og vel það.
Björn Kristjánsson háseti glaðbeittur við lestina sem er sneisafull og vel það.
1 af 6
Grettir BA 39, hið nýja flutningaskip Þörungaverksmiðjunnar hf. á Reykhólum, fór í morgun í sína fyrstu ferð að sækja þang og kom aftur til hafnar síðdegis. Tveir prammar eru farnir til þangsláttar og tveir aðrir fara í vikunni. Tíðarfar hefur verið óhagstætt og sláttutíminn byrjar óvenju seint að þessu sinni. Grettir fór inn í Kvígindisfjörð að sækja þangið og kom með 66 netpoka eða líklega nær 200 tonn.

 
Slegið er klóþang á grunnsævi víða við innanverðan Breiðafjörð. Klóþangið er önnur tegundanna tveggja sem verksmiðjan notar sem hráefni til mjölframleiðslu sinnar. Yfir vetrarmánuðina er framleitt mjöl úr hrossaþara sem tekinn er með þar til gerðum plógi á skipi verksmiðjunnar.

 
Smellið á myndirnar til að stækka þær.
 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30