Tenglar

15. júlí 2011 |

Gamalt hús gengur í endurnýjun lífdaganna

Skúrarnir fremst en húsið Hólar ofar.
Skúrarnir fremst en húsið Hólar ofar.
1 af 3

Nýlega keyptu hjónin Hjalti Hafþórsson „þúsundþjalasmiður“ og Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri Reykhólahrepps húsið Hóla á Patreksfirði, sem skráð er Mikladalsvegur 5, ásamt meðfylgjandi skúrabyggingum. Í mars í fyrra gerði ofsarok á Patreksfirði og þá stórskemmdist hluti íbúðarhússins. Húsafriðunarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að ekki mætti rífa húsið, sem byggt var árið 1900. Skúrarnir voru hins vegar byggðir árið 1910 og eru þannig líka orðnir meira en aldargamlir. Í kaupsamningnum er ákvæði þar sem áskilið er að búið verði að lagfæra byggingarnar að utan fyrir 1. ágúst.

 

Fyrir ættþyrsta má geta þess, að Ingibjörg Birna er dóttir Erlings Rafns Ormssonar og Jóhönnu Björnsdóttur, sem er systir Eggerts og Gunnars Óla Björnssona á Patreksfirði.

 

Myndirnar ásamt ofangreindum upplýsingum sendi Magnús Ólafs Hansson atvinnuráðgjafi á Patreksfirði til birtingar á vef Reykhólahrepps.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30