Tenglar

12. júlí 2016 |

Gamlir munir úr héraðinu á sýningu í Nesi

Myndir: Sveinn Ragnarsson.
Myndir: Sveinn Ragnarsson.
1 af 14

Fram kom hér á vefnum fyrir nokkru, að í Kaupfélaginu gamla í Nesi (Króksfjarðarnesi) væri verið að koma upp sýningu á gömlum munum úr héraðinu, til viðbótar öllu öðru sem þar fer fram. Núna hefur þetta framtak tekið á sig skemmtilega mynd og kennir ýmissa forvitnilegra grasa á þessum vísi að byggðasafni.

 

Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli tók svipmyndirnar sem hér fylgja af því sem þarna getur að líta.

 

Athugasemdir

Þröstur Reynisson, laugardagur 16 jl kl: 23:44

Þarna kennir ýmissa grasa. Sumt nokkuð kunnuglegt og ekki nema von, því ég hef talsvert umgengist sumt af því fólki sem á þessa gripi. Mig langar að segja söguna af smjörmótinu: Veturinn ´76 - ´77 var ég í skólanum á Reykhólum. Það var stundum skroppið í Nes og tekinn góður tími í að kaupa eitthvað fánýti. Einhverntíma sýndi Halli mér tvö svona smjörmót. Voru búin að vera lengi til og hætt að selja heimagert smjör og því lítil von til að þau gengju út. Kostuðu 52 gamlar krónur stykkið. Semsagt 1,04 nkr. Mikil listasmíð og ég keypti upp lagerinn án umhugsunar. Annað mótið held ég hafi endað á Mávavatni og hitt örugglega heima í Fremri Gufudal. Hvort þetta er annað þeirra veit ég ekki. Líklegt að þau hafi verið víðar til og kannski einhver hagleiksmaður í sveitinni sem smíðaði þau. Er ekki einhver sem getur upplýst það?

Karólína Guðrún Jónsdóttir, fimmtudagur 21 jl kl: 23:54

Þröstur!
Eitthvað hefur leinst eftir á lagernum hjá Halla mínum í Nesi eitt fékk ég 1980 hefur kanski komið fram í vörutalningu. ☺
Kveðja Karólína Guðrún.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30