Tenglar

27. desember 2021 | Sveinn Ragnarsson

Gilsfjarðarlína í jörð

Rofinn í Króksfjarðarnesi fyrir Gilsfjarðarlínu, merkingar á honum segja að línan sé straumlaus og jarðbundin. mynd Ingimundur Jóhannsson
Rofinn í Króksfjarðarnesi fyrir Gilsfjarðarlínu, merkingar á honum segja að línan sé straumlaus og jarðbundin. mynd Ingimundur Jóhannsson
1 af 3

Á Þorláksmessu var raflínan frá Króksfjarðarnesi að Gilsfjarðarmúla tekin úr sambandi, líklega í síðasta skipti. Þá fækkar enn loftlínum í Reykhólahreppi. Við hennar hlutverki tók þriggja fasa jarðstrengur sem lokið var að plægja niður í sumar. 

 

Gilsfjarðarlína sem er rúmlega 6 km. var orðin afar viðhaldsfrek og óörugg í vondu veðri, enda orðin meira en hálfrar aldar gömul.

 

Það er svo ætlunin að nýi jarðstrengurinn sem nú flytur rafmagn inn í Gilsfjörð, flytji rafmagn frá Galtarvirkjun í Garpsdal inn á kerfið þegar hún kemst í gagnið.

Athugasemdir

Gústaf Jökull, rijudagur 28 desember kl: 13:35

Þetta eru glæsilegar fréttir til hamingju allir sem munu njóta.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30