Tenglar

12. desember 2011 |

Halldóra Guðjónsdóttir 95 ára

Halldóra Guðjónsdóttir.
Halldóra Guðjónsdóttir.

Halldóra Guðjónsdóttir, sem lengi bjó í Gröf í Þorskafirði, er 95 ára í dag. Hún er nú búsett á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum. Guðmund Sveinsson eiginmann sinn (Munda í Gröf) missti hún snemma á þessu ári. Þau opinberuðu trúlofun sína árið 1943.

 

Vorið 1952 hófu þau Halldóra og Guðmundur búskap í Gröf og bjuggu þar hátt  í fjóra áratugi. Eftir það voru þau hjá Hönnu dóttur sinni og Gylfa Helgasyni manni hennar og fjölskyldu á Reykhólum á vetrum en lengi voru þau í Gröf á sumrin meðan heilsan entist. Fyrir nokkrum árum fluttust þau í Barmahlíð.

 

Sjá einnig:

04.04.2011  Nokkur æviatriði Munda í Gröf

 

Athugasemdir

Ólína Kristín Jónsdóttir, mnudagur 12 desember kl: 18:41

Ég vona að einhver taki að sér að bera Dóru kveðju mína. Ég var að mig minnir tvo vetur hjá Gylfa og Hönnu um helgar og það var fátt notalegra en fara ofan í kjallara til Dóru og Munda með Höllu :)

Pálína St. Pálsdóttir, mnudagur 12 desember kl: 19:20

Segi eins og Ólína hér á undan mér, vona að einhver vilji skila kveðju minni til Dóru. Það var alltaf notalegt að koma með pabba heitnum til þeirra Dóru og Munda í Gröf.

Ingi B Jónasson, mnudagur 12 desember kl: 22:05

vill einhver skila kveðju til frænku minnar Halldóru frá Gröf ég vona að hún hafi það eins gott og mögulegt er .kveðja frá Inga frá Múla Þoskafirði

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31