Hólafjör í Reykhólaskóla
Blásið er til Hólafjörs í Reykhólaskóla dagana 27.-28 apríl (föstudag og laugardag). Hólafjör er fyrir 5.-10. bekk í Reykhólaskóla og Auðarskóla í Dalabyggð og nú bjóðum við Strandamönnum með okkur. Skráning er hjá Rebekku Eiríksdóttur í síma 894 9123 (bekka@simnet.is) og hjá Herdísi Reynisdóttur í síma 434 1541 (efrimuli@snerpa.is). Gjald fyrir þátttöku er kr. 1.500. Ef lágmarksþátttökufjöldi næst ekki getur verið að Hólafjör verði fellt niður.
Til að geta haldið slíkt fjör þurfa foreldrar að leggjast á eitt og vera tilbúnir að hjálpa til. Þið foreldrar sem getið, komið og takið þátt í þessu með okkur látið okkur endilega vita, því við stólum á að fá nægilega hjálp til að geta haldið þetta. Eef ekki fæst nægileg aðstoð gætum við þurft að hætta við að halda Hólafjör.
Það sem þarf að hafa með sér er svefnpoki, koddi, lak, sundföt, íþróttaföt, útiföt, skemmtileg spil og DVD-myndir og góða skapið.
Föstudagurinn 27. apríl
Kl. 16-19 Mæting. Box-kynning. Mannskapnum verður skipt upp í hópa og fær hver hópur klukkustund í boxi. Hóparnir sem eru ekki í boxi geta valið um að fara í boccia. Þegar allir hóparnir hafa farið í box verður kynning á hvernig keppni fer fram og e.t.v. prófað að keppa á móti andstæðingi.
Kl. 19:45 Matur - pítsa
Kl. 20:15 Kvöldvaka undirbúin, allir sem áhuga hafa að vera með ,,uppistand“ eða taka þátt í að setja upp litla ör-leikþætti þurfa að gefa sig fram. Afraksturinn verður svo sýndur síðar um kvöldið.
Kl. 20:20 Skákmót. Ef áhugi er fyrir hendi verður haldið örmót í skák, einnig verða í boði ýmis spil og fl. fram að kvöldvöku.
Kl. 21:30 Kvöldvaka. Leikhópurinn sýnir afrakstur sinn og fleiri ef einhverjir vilja láta ljós sitt skína. Farið í hópeflisleiki og síðan verður diskótek og sprell fram að miðnætti.
Kl. 24 Hugað að háttatíma.
Kl. 1 Ró komin á og allir farnir að sofa. Gist verður í heimavistarherbergjum og skólastofum.
Laugardagurinn 28. apríl
Kl. 9-10 Morgunmatur.
Kl. 10-13 Smiðjur. Í boði verða 6 smiðjur. Þegar þið skráið ykkur til þátttöku þurfið þið að nefna þá smiðju sem þið viljið helst fara í og svo eina til vara, því að í sumum smiðjunum er takmarkaður þátttökufjöldi. Smiðjurnar verða í u.þ.b. tvær klukkustundir.
Smiðjulistinn:
- Myndlistarsmiðja. Dagrún Magnúsdóttir kennir m.a. vatnslitamálun.
- Matreiðsla. Bakað og eldað eitthvað gott.
- Útileikir. Farið í ýmsa skemmtilega útileiki í nágrenninu.
- Ljósmyndasmiðja. Toni kennir hina ýmsu möguleika sem stafrænar myndavélar bjóða. Nauðsynlegt að koma með myndavél.
- Hárgreiðslusmiðja. Silvía kennir m.a. ýmsar hárgreiðslur og fl. Ef einhvern vantar módel verður hægt að bjarga því, bara að skrá sig. Gott er að hafa hárbursta og greiðu með prjóni með sér.
- Tálgusmiðja. Farið út í skóg og tálgað, val um nokkur verkefni.
Kl. 12:30-13:30 Matur og frágangur.
Kl. 13:45 Heimferð, eða að sjálfsögðu sundmót!
Að loknu Hólafjöri verður haldið sameiginlegt sundmót hjá UDN og HSS í Grettislaug - sjá hér. Við viljum hvetja alla foreldra að koma og mæta á sundmót og styðja krakkana okkar. Því miður þurfti að fella sundmótið niður þegar það var auglýst síðastliðið haust vegna þátttökuleysis, látum það ekki gerast aftur og tökum þátt.
- Frá undirbúningshópnum.