Tenglar

21. desember 2012 |

Hvernig væri að rifja upp jólaveðrið?

Veðrið á aðfangadagskvöld 2002.
Veðrið á aðfangadagskvöld 2002.

Á einföldum Íslandskortum á vef Veðurstofu Íslands, sem sýna veðrið á hádegi, er hægt að sjá í grófum dráttum hvernig veðrið var á jóladag allt frá árinu 1949 (tengill hér neðst). Líka er hægt að sjá hvernig veðrið var kl. 18 á aðfangadagskvöld allan þennan tíma. Á myndinni sem hér fylgir sést að á aðfangadagskvöld fyrir tíu árum var hlýtt miðað við árstíma um land allt, meira að segja fimm stiga hiti á Hveravöllum.

 

Eins og spá fyrir Veðurstofunnar stendur núna þann 21. desember eru horfur á frosti um allt land á aðfangadagskvöld og allt upp í tíu stigum á Hveravöllum, norðaustanátt og éljagangi um norðan- og austanvert landið.

 

Spáir hörkufrosti um jólin

 

Um dagana þar á eftir segir: Á þriðjudag (jóladagur), miðvikudag (annar í jólum) og fimmtudag: Útlit fyrir ákveðna norðaustanátt með snjókomu eða éljum víða um land, en úrkomulítið V-lands. Hörkufrost um land allt.

 

Geysimikinn fróðleik af ýmsu tagi er að finna á vef Veðurstofunnar. Á jólaveðurssíðunni má finna upplýsingar um um snjóhulu og snjódýpt að morgni jóladags í Reykjavík á árunum 1921-2008 og í fróðleiksgrein sem þar er tengt inn á má lesa um jólasnjó í Reykjavík 1875-1920.

 

Jólaveðrið í rúm sextíu ár (Veðurstofa Íslands)

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30