Tenglar

16. maí 2011 |

Karlmenn óskast - til gróðursetningar ...

Nokkrir foreldrar og börn þeirra fóru í gær að Skálanesi til að taka upp tré sem þar voru gróðursett fyrir nokkrum árum. Það voru foreldrafélög grunnskólans og leikskólans á Reykhólum sem stóðu fyrir þessu framtaki. „Líklega hafa verið tekin allt að 80 tré, mest birki, sem voru flutt á Reykhóla. En það er ekkert barnameðfæri að gróðursetja þessi tré á ný, til þess þarf fullorðið fólk því að með hverju tré fylgir stór hnaus. En börnin geta vissulega aðstoðað“, segir Björg Karlsdóttir leikskólastjóri.

 

Þess vegna eru fullvaxta Reykhólabúar beðnir að koma að læknum við Steypustöðina kl. 16 í dag, mánudag, og hafa með sér stunguspaða. Sérstaklega er óskað eftir að karlmenn mæti því að þetta er mikið erfiðisverk. En margar hendur vinna létt verk og ef nógu margir mæta má ljúka þessu á tveim-þrem tímum.

 

„Markmiðið með þessari vinnu er að gera aðkomuna að Reykhólum aðlaðandi og skapa skjól, þar sem í framtíðinni má hafa ánægju af að dvelja í litlum lystigarði sem reyndar hefur alla burði til að stækka þegar fram líða stundir, öllum til ánægju“, segir Björg.

 

Sjá einnig:

15.05.2011  Trjáplöntur bjóðast áður en þær hverfa undir veg

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30