Tenglar

8. apríl 2017 | Sveinn Ragnarsson

Krabbameinsfélag Breiðfirðinga auglýsir

Námskeið í hugrænni atferlismeðferð og

aðalfundur Krabbameinsfélags Breiðfirðinga

verður haldinn miðvikudaginn 19. apríl 2017 kl. 16:00

í Nesheimum (Kaupfélaginu) í Króksfjarðarnesi

DAGSKRÁ:

  1. Örnámskeið: Hugræn atferlismeðferð kl 16-18.

  2. Umræður.

  3. Venjuleg aðalfundarstörf.

  4. Önnur mál. Fundarlok 18:45

Við vekjum sérstaka athygli á námskeiðinu Hugræn atferlismeðferð sem Gunnjóna Una Guðmundsdóttir félagsráðgjafi hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins mun vera með. Hún hefur haldið mörg námskeið hjá K.Í í Reykjavík undanfarin ár,og hefur jafnframt tekið saman rit um hugræna atferlismeðferð. Hún mun fara yfir helstu atriði í ritinu og það verður afhent ókeypis þeim sem koma á fundinn. Félagið greiðir þann kostnað.

Við hvetjum alla áhugasama og aðra velunnara félagsins til að mæta á fundinn og taka þátt í námskeiðinu. Þetta getur nýst vel bæði fyrir þá sem fengið hafa krabbamein eða aðra alvarlega sjúkdóma og einnig aðstandendur þeirra. Kaffiveitingar í boði félagsins.

Stjórnin

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2023 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31