Tenglar

8. desember 2011 |

Kynning á ferðakaupstefnunni ITB Berlín 2012

Brandenborgarhliðið í Berlín.
Brandenborgarhliðið í Berlín.

Kynningarfundur vegna ferðakaupstefnunnar ITB Berlín 2012 verður haldinn mánudaginn 12. desember kl. 8.30 í húsakynnum Íslandsstofu, Borgartúni 35. ITB er stærsta alþjóðlega ferðakaupstefnan í Evrópu og fer fram dagana 7.-11. mars. Sýningin er tvískipt. Fyrri hlutinn 7.-9. mars er fyrir fagfólk (B2B) en 10.-11. mars (laugardag og sunnudag) er hún opin almenningi.

 

Um 200.000 gestir heimsækja ITB-ferðakaupstefnuna á hverju ári. Sýningin fer fram í 20 sýningarhöllum sem eru allar á stærð við Laugardalshöllina.

 

Þátttaka Íslands í sýningunni er undir yfirskrift Visit Iceland. Sýningarbásinn er á sameiginlegu sýningarsvæði Norðurlanda.

 

Skráning fer fram á islandsstofa@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.

 

Frekari upplýsingar veitir Davíð Jóhannsson, david@islandsstofa.is, sími +49 30 5050 4140.

 

Nánari upplýsingar um ITB er að finna á vef sýningarinnar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30