Tenglar

29. desember 2011 |

Landróverinn til sýnis við flugeldasöluna

Björgunarsveitin Heimamenn í Reykhólahreppi hefur ekki setið auðum höndum á árinu sem er að kveðja fremur en endranær. Útköllin hafa verið um 20 og sem betur fer aðallega vegna aðstoðar á vegum. Einnig unnu menn sveitarinnar í þrjá daga við öryggisgæslu á tökustað við Staðarhöfn þar sem verið var að kvikmynda og fengu það vel launað. Landróverinn góði hefur verið í breytingum, búið er að hækka hann upp og gera ýmislegt fleira. Hægt verður að skoða djásnið við hús Heimamanna við Suðurbraut á Reykhólum á morgun og gamlársdag þegar flugeldasalan stendur yfir.

 

Opið verður kl. 14-22 á morgun, föstudag, og á gamlársdag kl. 14-16. Jens Hansson í Mýrartungu, formaður Björgunarsveitarinnar Heimamanna, segir að Bragi Jónsson eigi heiður og þökk fyrir umsjón með flugeldum sveitarinnar. Heimamenn þakka stuðninginn á liðnum árum og minna á reikningsnúmer sitt ef einhverjir vilja styrkja litlu björgunarsveitina okkar: 153-05-134281, kt. 4307810149. Líka er auðvitað hægt að styrkja flugeldasýninguna árlegu á flugeldasölunni í björgunarsveitarhúsinu.

 

Heimamenn senda áramótakveðjur til íbúa sveitarfélagsins með von um slysalaus áramót. Jafnframt er fólk minnt á að fara varlega með skotelda og nota allan viðeigandi öryggisbúnað og vera þannig fyrirmynd barna. Lifið heil!

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30