Líður að næsta jóla- og villibráðarhlaðborði
Annað í röðinni af þremur jóla- og villibráðarkvöldum í Bjarkalundi að þessu sinni verður núna á laugardag. Að sögn Kollu hótelstýru er aðsóknin góð en einhverjir hafa þó hætt við vegna ótta við slæmt veður. Núna um hádegi á fimmtudegi er veðurspáin vel þokkaleg fyrir laugardagskvöldið. Auka-jólahlaðborð var í Bjarkalundi í fyrradag fyrir eldri borgara í Barmahlíð á Reykhólum, Silfurtúni í Búðardal og á Fellsenda í Dölum.
„Það tókst mjög vel og ég held að allir hafi verið ánægðir,“ segir Kolla. „Sóley, Gulla og Ása og fleiri spiluðu og sungu og Jói í Skáleyjum las sögu.“
Veislustjóri á laugardaga-hlaðborðunum er Pétur Jóhann Sigfússon leikari (Dagvaktin) en dúóið Bóbó og Tryggvi úr Keflavík sér um tónlistina.
► Nánar hér um dagskrá, matseðil, verð og gistingu