Tenglar

11. desember 2010 |

Lítið eitt meira varðandi Litlu fluguna og Reykhóla

Sigfús Halldórsson.
Sigfús Halldórsson.
1 af 2
Á vef Ríkisútvarpsins birtist í gær eftirfarandi frétt: „Lagið um litlu fluguna var fyrst flutt opinberlega á jólaballi í Reykhólahreppi fyrir sextíu árum. Í kvöld verður það flutt í Kópavogi á tónleikum með lögum Sigfúsar Halldórssonar. Þar syngja Egill Ólafsson, Andrea Gylfadóttir og Stefán Hilmarsson vinsælustu lög Sigfúsar. Þó að Litla flugan minni lítið á jólin þá var lagið líklega fyrst sungið opinberlega á jólaballi í Reykhólahreppi árið 1951. Þar í sveit samdi Sigfús lagið og börnin á bænum voru ekki lengi að læra textann. Á jólaballinu það ár var lagið sungið og öll sveitin tók undir. Sigfús spilaði svo lagið og söng í útvarpsviðtali hjá Pétri Péturssyni og lagið varð samstundis þekkt.“

 

Þannig var fréttin á ruv.is. Fyrir nokkrum dögum hringdi kona frá Ríkisútvarpinu í umsjónarmann Reykhólavefjarins. Hún hafði „gúglað“ Litlu fluguna og fundið þessa frétt á vef Reykhólahrepps og spurði hvort ekki væri í lagi að notast við þær upplýsingar sem þar koma fram. Svörin voru þau, að slíkt væri í góðu lagi!

 

Athugasemdir

Ingi B Jónasson, mnudagur 20 desember kl: 10:56

var ekki Sigurður Elíasson íbúi Reykhólahrepps til margra ára ? væri ekki rétt að láta koma í ljós að hann samdi textann og um hvern ? ,þetta er vinsamleg ábending .

Hlynur Þór Magnússon, fimmtudagur 23 desember kl: 19:35

Ágæti Ingi, þetta kemur vel fram í fréttinni sem hér er beinn tengill í.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31