Tenglar

18. nóvember 2016 | Umsjón

Met í meðalvigt sláturlamba

Súlurit: Morgunblaðið. Heimild: MAST.
Súlurit: Morgunblaðið. Heimild: MAST.

Dilkar voru að meðaltali 16,7 kg í nýlokinni sláturtíð, liðlega hálfu kílói þyngri en í fyrra. Er meðalvigtin sú mesta sem sést hefur. Fyrra Íslandsmet var sett haustið 2014. Að auki komu óvenjumörg lömb til slátrunar. Þetta tvennt gerði það að verkum að lambakjötsframleiðslan jókst um 460 tonn á milli ára.

 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í samantekt Helga Bjarnasonar blaðamanns í Morgunblaðinu í dag. Þar segir einnig:

 

Fjölgun sláturfjár vegna góðrar frjósemi og lítilla vanhalda skilar sér ásamt meiri meðalþyngd lamba í stóraukinni lambakjötsframleiðslu. Út úr slátruninni komu 8.767 tonn af dilkakjöti, sem er um 5% aukning frá síðasta ári.

 

„Það er auðvitað áskorun að finna góða markaði fyrir þann hluta sem við flytjum út og ljóst að sterk staða krónunnar lækkar skilaverð á milli ára. Til lengri tíma litið teljum við mikla möguleika með opnun Kínamarkaðar, sem verður vonandi á næsta ári,“ segir Steinþór Skúlason hjá Sláturfélagi Suðurlands um söluhorfur fyrir aukna framleiðslu.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2023 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31