Tenglar

12. janúar 2012 |

Mugison er Vestfirðingur ársins 2011

Guðný Sæbjörg Jónsdóttir á Reykhólum og Örn Elías (Mugison) á góðri stund.
Guðný Sæbjörg Jónsdóttir á Reykhólum og Örn Elías (Mugison) á góðri stund.

Vikublaðið Bæjarins besta og fréttavefurinn bb.is á Ísafirði gengust núna í ellefta sinn fyrir kjöri Vestfirðings ársins. Heiðurinn hlaut Örn Elías Guðmundsson tónlistarmaður, betur þekktur sem Mugison. Þetta er í fyrsta sinn sem sami maður hlýtur þennan titil tvisvar, en áður var Mugison kjörinn Vestfirðingur ársins 2004. Stjarna hans hefur aldrei risið eins hátt og núna undir lok nýliðins árs þegar hann gaf út hljómdiskinn Haglél sem selst hefur í tugþúsundum eintaka. Til þess að þakka fyrir sig hélt Örn Elías fjölmarga tónleika víðs vegar um landið auk þrennra tónleika í Hörpu þar sem þúsundir fólks hlustuðu á hann án endurgjalds.

 

Á heiðursskjali sem Vestfirðingur ársins 2011 fékk er eftirfarandi texti, unninn upp úr hinum fjölmörgu umsögnum sem bárust frá þeim sem tóku þátt í kjörinu:

 

Örn Elías Guðmundsson (Mugison) er stórkostlegur tónlistarmaður og frábær fulltrúi Vestfirðinga. Hann er maður fólksins, maður sem gefur meira af sér en hann þiggur og setur sig ekki á háan hest þrátt fyrir frægð og frama. Ljúfur drengur sem fær okkur til að trúa á hið góða.

 

Til gamans má geta þess, sem tengist Reykhólum á mjög óbeinan hátt, að svo sérkennilega vildi til að tveir Hlynir komu við sögu þegar Vestfirðingur ársins 2002 var heiðraður eins og sjá má hér.

 

Sjá einnig:

27.12.2011  Þegar Guðný Sæbjörg hitti sjálfan Mugison

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30