Tenglar

16. júní 2012 |

Munar miklu að við vorum snemma að bera á

Eiríkur Snæbjörnsson á Stað.
Eiríkur Snæbjörnsson á Stað.

Eiríkur Snæbjörnsson bóndi á Stað í Reykhólasveit byrjaði í dag slátt á Seljanesi, en þeir Staðarbændur hafa nytjað heimatúnin þar seinni árin. „Maður nær því ekki alltaf að byrja á laugardegi en það er skemmtilegra,“ segir hann. Sprettan er ágæt, að sögn Eiríks, og hann telur þurrkatíðina í vor og það sem af er sumri ekki hafa haft þar veruleg áhrif. „Það munar miklu að við vorum snemma að bera á. Einhver rekja var nú í maí og einhverjar skúrir hafa komið núna í júní þó að það hafi ekki verið mikið“, segir hann.

 

Vel má vera að fleiri bændur í héraðinu séu byrjaðir slátt.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30