Tenglar

14. nóvember 2010 |

Nánast allt um kosningarnar á ráðuneytisvef

Hér á vefinn hefur verið settur inn tengill á kosningavef dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins vegna komandi stjórnlagaþingskosninga. Tengillinn er fyrir neðan efstu frétt og birtist til skiptis við auglýsingu um bann við rjúpnaveiðum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir:

 

Eins og áður hefur verið hamrað á, þarf að hvetja kjósendur eindregið til þess að velja heima, og kjósa síðan á kjörstað. Á kosningavef okkar, kosning.is, er listi landskjörstjórnar aðgengilegur með nöfnum, auðkennistölum, starfsheiti og sveitarfélögum.

 

Á kosningavefnum kosning.is er líka undir stikunni Frambjóðendur hjálparvefur, þar sem kjósendur geta kallað fram alla frambjóðendur eftir upphafsstaf í nafni viðkomandi, og hægt er að sjá næstum sama efni og mun koma í kynningarritinu. Kjósendur geta dregið kjósendur til hliðar yfir á kjörseðilshlutann á skjámyndinni þá frambjóðendur sem þeim hugnast og þá fylgja auðkennistölur þeirra með. Síðan færa menn þessa frambjóðendur upp eða niður listann, þangað til að búið er að raða þeim í þá forgangsröð sem menn vilja.

 

Loks geta kjósendur prentað út þennan seðil, sem þá er kominn með 1-25 frambjóðendum. Taka má seðilinn með sér á kjörstað, leggja hann við hlið alvöru kjörseðilsins og færa tölurnar á milli.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31