Tenglar

12. ágúst 2011 |

Níræður á dráttarvél á Reykhóladögum

Að aka dráttarvél gleymist gömlum bónda seint eða aldrei.
Að aka dráttarvél gleymist gömlum bónda seint eða aldrei.
1 af 3

Einn af elstu gestunum á Reykhóladögum um síðustu helgi - a.m.k. sá elsti sem fór í rúnt á dráttarvél á traktorasýningunni og rifjaði upp mjög gamla takta - var Sverrir Guðbrandsson, níræður að aldri, Strandamaður fyrr og síðar. Farkosturinn var talsvert yngri en Sverrir. Það var Farmall DLD 2 árgerð 1956 og því „aðeins“ 55 ára. Fyrr í sumar var Sverrir útnefndur heiðursborgari Strandabyggðar. Hann er orðinn sjóndapur og þess vegna var sonur hans honum til halds og trausts þegar hann ók svolítinn hring á túninu vestan við Báta- og hlunnindasýninguna.

 

Farmallinn sem Sverrir ók (ítarlegra nafn er International Harvester - McCormick International) er í eigu Arnórs Grímssonar í Nesi en til heimilis á Grund í Reykhólasveit, meðal fjölmargra forntraktora þar sem gerðir hafa verið upp á undanförnum árum. Hann er með 14 hestafla tveggja strokka dísilvél og fimm gíra áfram. Upphaflegur eigandi var Reynir Halldórsson bóndi á Hríshóli í Reykhólasveit, sem keypti hann nýjan árið 1956 á 29.050 krónur og 70 aura. Traktorinn var gerður upp fyrir fimm árum. Farmall DLD 2 var framleiddur í Neuss við Rín í Vestur-Þýskalandi á árunum 1953-1956 með tveimur vélarstærðum, 12 og 14 hestafla, og með 5 eða 6 gírum áfram. Af 1956-árgerðinni voru fluttar til Íslands 127 vélar.

 

Sverrir Guðbrandsson fæddist og ólst upp á Heydalsá í Steingrímsfirði. Hann var í aldarfjórðung bóndi á Klúku í Miðdal en fluttist þá með fjölskyldu sinni til Hólmavíkur þar sem hann starfaði lengi hjá Kaupfélaginu. Hann ritaði aldraður orðinn æviminningar sínar - Ekkert að frétta ... - sem Vestfirska forlagið gaf út fyrir sjö árum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31