Tenglar

27. október 2011 |

Nóg eldsneyti á forna traktora og bíla í Reykhólasveit

Feðgarnir Magnús og Stefán á Seljanesi og Eyvi kaupmaður ásamt eldgömlum Massey-Ferguson sem er eins og nýr.
Feðgarnir Magnús og Stefán á Seljanesi og Eyvi kaupmaður ásamt eldgömlum Massey-Ferguson sem er eins og nýr.
1 af 3

Eftir þriggja tíma heimsókn að Seljanesi í Reykhólasveit í sumar fór Eyvi í Hólakaupum að hugsa um hvernig væri hægt að styrkja strákana á Seljanesi og Grund og launa þeim fyrir allt það óeigingjarna starf sem þeir inna af hendi. Söfnin af forntraktorum og fornbílum á þessum bæjum eru landsþekkt þó að ennþá fleiri mættu alveg vita af þeim. Að baki þessu liggur þrotlaus elja í fjölmörg ár. Allir eru velkomnir að skoða og aldrei tekin króna fyrir. Auk þess eru tækin gömlu og glæsilegu „fjölmenn“ á Reykhólum á stórhátíðum eins og þegar sextán forntraktorar óku í lest á Reykhóladögum í sumar. Og ekki hefði dráttarvélakeppnin verið haldin án Grundarbræðra og vélanna þeirra.

 

Eyvi færði þetta í tal við Hörpu ferðamálafulltrúa og hún bauð að koma á móti með peninga úr styrknum sem Reykhóladagarnir fengu. Niðurstaðan varð sú að Grundarbræður og Seljanesfeðgar fengu inneignarkort fyrir bensíni og olíu hjá N1 og jafnframt var þeim boðið samstarf við Markaðsstofu Vestfjarða sem veitir þeim endurgjaldslaust sýnileika bæði á vefnum westfjords.is og í bæklingi sem verið er að gefa út.

 

Þau Eyvindur og Harpa skruppu síðan í gær að Seljanesi og Grund þar sem strákarnir fengu styrkina. Þetta kom þeim öllum fullkomlega á óvart en viðurkenningin gladdi þá mikið. Jafnframt tóku Eyvi og Harpa myndir hvort af öðru sitt á hvorum staðnum ásamt bræðrum og feðgum og raunar einum hundi í viðbót.

 

Athugasemdir

margrét Björnsdóttir, fimmtudagur 27 oktber kl: 17:27

ok

Hjalti Hafþórsson, fimmtudagur 27 oktber kl: 18:06

Óska Grundarbræðrum og feðgunum á Seljanesi innilega til hamingju með styrkina. Þetta er ómetanlegt starf sem þessir aðilar hafa verið að vinna sem okkar samfélag nýtur góðs af.

Helga Játvarðardóttir, fimmtudagur 27 oktber kl: 18:48

Til hamingju Seljanesfeðgar og Grundarbræður

Inga maría Pálsdóttir, fimmtudagur 27 oktber kl: 20:20

Frábært frammtak og gaman að sjá að verk þeirra eru metin að verðleikum eiga þetta svo sannarlega skilið .

Dagný Stefáns, fimmtudagur 27 oktber kl: 20:44

Eg vil bara koma á framfæri kæru þakklæti til þeirra Eyvindar og Hörpu fyrir þeirra góða framtak ,þarna kemur fram fólk sem kann að meta alla þessa söfnun á gömlum hlutum sem gaman er að endurlífga og varðveita. takk fyrir þetta .

Guðbjörg Björnsdóttir, fimmtudagur 27 oktber kl: 21:19

Það gleður mig að sjá þetta, frábært hjá ykkur Eyvindur og Harpa og til hamingju feðgar á Seljanesi og bræður á Grund.

Júlía Guðjónsdóttir, fimmtudagur 27 oktber kl: 21:33

Innilega til hamingju með þetta. Eruð vel að þessum styrk komnir.

Steinunn Ó. Rasmus, fstudagur 28 oktber kl: 07:39

Þetta var góð frétt. Til hamingju, allir sem að þessu koma.

Jón Bragi, fstudagur 28 oktber kl: 19:22

Tek undir það að þetta er ómetanlegt framtak og eiga þessir menn allan stuðning skilinn.

Björg Karlsdóttir, laugardagur 29 oktber kl: 12:25

Til hamingju með þetta framtak allir hlutaðeigandi.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30