Tenglar

8. maí 2012 |

Nýjar rannsóknaskýrslur um dysjar, leiði og hauga

Gröf með hleðslum á Skipaeyri. Mynd úr skýrslunni um fornleifarannsókn í landi Kinnarstaða við Þorskafjörð.
Gröf með hleðslum á Skipaeyri. Mynd úr skýrslunni um fornleifarannsókn í landi Kinnarstaða við Þorskafjörð.

Fjórar nýjar skýrslur um rannsóknir á svæði Fornleifafélags Barðstrendinga og Dalamanna hafa verið settar hér á vefinn en átta skýrslur voru þar fyrir. Fornleifastofnun Íslands hefur gert allar þessar rannsóknir að frumkvæði félagsins og hafa bæði Alþingi og Þjóðhátíðarsjóður veitt styrki til þeirra.

 

Fornleifaskýrslur þessar er að finna undir Byggð og saga - skýrslur í valmyndinni hér vinstra megin. Þær skýrslur sem nú bættust við eru um rannsóknir á gröfum, dysjum, leiðum og haugum á Skógarströnd (2011), í Saurbæ (2007 og 2011), í landi Kinnarstaða (2011) og í Hörðudal (2011). Fljótlega mun skýrsla um rannsóknir í Skáleyjum bætast í safnið.

 

Stjórnandi rannsóknanna er Adolf Friðriksson, forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands. Meðal annarra vísindamanna sem að þeim hafa unnið má nefna Guðrúnu Öldu Gísladóttur fornleifafræðing, sem ættuð er frá Gröf í Þorskafirði.

 

Sjá einnig (þar eru nánari upplýsingar um Fornleifafélag Barðstrendinga og Dalamanna og um fyrri skýrslur):

 8. mars 2011  Stórmerkilegar fornleifaskýrslur úr Reykhólahreppi

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30