Tenglar

4. júní 2011 |

Opna húsið á Reykhólum: Á annað hundrað gestir

Samkvæmt lauslegri talningu komu eitthvað liðlega hundrað gestir á opna húsið á nýju bátaverndar- og hlunnindasýningunni á Reykhólum í gærkvöldi. Léttar veitingar annaðist Steinar í Álftalandi. „Við viljum endilega þakka öllum þeim sem komu og fyrir allan þann stuðning sem sýningin hefur fengið. Þetta var ákaflega vel heppnað kvöld“, segir Harpa Eiríksdóttir, ferðamálafulltrúi Reykhólahrepps.

 

„Svo þarf að fylgjast með Facebooksíðunni Visit Reykholahreppur og auðvitað vef Reykhólahrepps til að sjá hvað verður skemmtilegt um að vera í sumar. Stefnt er að því að fá hesta í heimsókn, fara í ratleiki og hvað eina. Allar hugmyndir um viðburði eru vel þegnar í netfangið info@reykholar.is.“

Jafnframt skal minnt á, að opið er fyrir skráningu í gönguferðirnar undir samheitinu Gengið um sveit fyrir og um Jónsmessuna í sama netfangi og í síma 894 1011.

 

Meðfylgjandi myndir frá opna húsinu í gærkvöldi tók Harpa Eiríksdóttir. Smellið á þær til að stækka. Margar fleiri frá sama tækifæri er að finna undir Ljósmyndir > Myndasyrpur > Sýning - Opið hús 03.06.11 í valmyndinni hér vinstra megin.

 

Sjá einnig:

01.06.2011  Opið hús og léttar veitingar á nýju sýningunni

30.04.2011  Útivistarhelgin um Jónsmessu að mestu frágengin (Gengið um sveit)

06.03.2011  Komandi sumar: Löng útivistarhelgi, hestahelgi ...

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31