Tenglar

16. desember 2010 |

Óskað eftir hugmyndum varðandi fjárhagsáætlunina

Um þessar mundir er unnið að gerð fjárhagsáætlunar Reykhólahrepps fyrir árið 2011. Fólk er hvatt til að koma á framfæri hugmyndum sínum varðandi fjárhagsáætlunina, hugmyndum að sparnaði og yfirleitt hverju því sem betur mætti fara hjá sveitarfélaginu. Tillögur og ábendingar má bæði senda á skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5a, 380 Reykhólahreppur, og í netfangið sveitarstjori@reykholar.is.

 

Athugasemdir

Svavar Garðarsson, sunnudagur 19 desember kl: 14:45

það er gaman að sjá þetta fallega merki sveitarfélagsins loksins hér á síðunni óafbakað þó hitt afbakaða sé hér líka fyrir þá sem ekki sáu muninn á réttu og röngu.

Kveðja til ykkar allra.

Svavar Garðars.
frá Hríshóli

Hlynur Þór Magnússon, umsjónarmaður vefjarins, sunnudagur 19 desember kl: 16:58

Þakka þér fyrir innleggið, ágæti Svavar. Á sínum tíma sendi ég rétta merkið til tölvuþjónustunnar sem hannaði vefinn og bað um að það yrði sett inn í hausinn á vefnum, í staðinn fyrir merkið þar sem sólina vantar. Svörin voru þau, að það væri ekki á réttu formi og ekki hægt að gera þetta. Mér er þetta óskiljanlegt en get afar lítið gert í því ....

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31