Tenglar

23. febrúar 2018 | Sveinn Ragnarsson

Öskubylur á öskudag

1 af 5

Á öskudaginn var veðrið þannig að engann fýsti sérstaklega að kynnast bræðrum hans, en þeir eru samkvæmt þjóðtrúnni 18 að tölu. Það er svo aðeins breytilegt hvort þeir koma allir í röð, eða eru að tínast einn og einn þá 40 daga sem fastan varir, fram að páskum.

 

Mjólkurbíllinn sem safnar mjólkinni af bæjunum hér í sveitinni lenti út af og valt í dimmviðrinu á öskudag, á leið að Gróustöðum, neðst í svonefndum Hyrnumelshalla. Sem betur fór slasaðist bílstjórinn ekki alvarlega en var eitthvað marinn og stirður.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar daginn eftir þegar bíllinn var réttur við og settur á vagn til flutnings.

 

Fyrir liðlega 40 árum voru mjólkurframleiðendur í Geiradals- og Reykhólahreppi (nú Reykhólahreppi) jafn margir og öskudagsbræðurnir, en núna eru þeir 6. Ástæður þessarar fækkunar eru fleiri en ein, á nokkrum bæjanna er ekki búið lengur, og víðast hvar voru fjós orðin gömul og stóðust ekki kröfur um aðstöðu, og þá kusu sumir að snúa sér að öðru frekar en að byggja ný fjós.

 

 

 

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2023 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31