Tenglar

5. júní 2016 |

Óvissan skaðleg fyrir landbúnaðinn

Ekki náðist að klára vinnu og samþykkja búvörusamningana á Alþingi fyrir þingfrestun. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir að stefnt sé að því að samþykkja samningana fyrir kosningar, á haustþingi sem hefst 15. ágúst. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir það mikil vonbrigði að þingið hafi ekki klárað málið og það setji greinina í óvissu.

 

Heyrst hefur að ein ástæða þess að ekki sé búið að samþykkja lögin sé að þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilji tengja atriði í nýjum tollalögum við búvörusamninginn.

 

„Auðvitað eru það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að ganga frá búvörusamningnum fyrir þinglok og skaðlegt fyrir landbúnað í landinu, segir Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. „Rekstur í landbúnaði þarf lengri fyrirvara til ákvörðunartöku en margar aðrar starfsgreinar. Það að starfsemin skuli vera sett í óvissu um hvað gerist um næstu áramót í nokkra mánuði til viðbótar er afleitt.“

 

Þetta kemur fram á vef Bændablaðsins. Meira hér.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2023 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31