Tenglar

14. janúar 2012 |

Raforka til húshitunar brátt niðurgreidd að fullu?

Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðavík, sem á sæti í starfshópi um breytingar á niðurgreiðslum á raforku til húshitunar, segir að ekki sé annað að heyra en samhljómur sé innan iðnaðarráðuneytisins með tillögur hópsins. Núna í desember skilaði hópurinn skýrslu með tillögum til ráðuneytisins. „Eins og staðan er í dag er mikið lagt upp úr því að árið í ár verði notað til að afgreiða tillögurnar, og ef þær verða samþykktar, þá koma þær til framkvæmda á næsta ári,“ segir Ómar Már í samtali við fréttavefinn bb.is á Ísafirði.

Starfshópurinn leggur meðal annars til þá grundvallarbreytingu á niðurgreiðslukerfinu, að flutningur og dreifing raforku til hitunar íbúðarhúsnæðis verði niðurgreidd að fullu. Kerfið yrði þá sjálfvirkt, þar sem öllum breytingum á töxtum yrði mætt með sjálfvirkum hætti án þess að sérstök ákvörðun þurfi að liggja þar að baki.

Í skýrslunni segir:


„Á Íslandi verður húshitun að teljast ein af grunnþörfum hvers íbúa enda veðurfar með þeim hætti að nauðsynlegt er að kynda íbúðarhúsnæði nánast alla daga ársins. Um 90% Íslendinga búa svo vel að hafa aðgang að ódýrum og umhverfisvænum jarðhita í formi jarðvarmaveitna. Um 10% landsmanna hafa hins vegar ekki aðgang að þessari auðlind og þurfa að notast við rafhitun eða olíu. Slík hitun er margfalt dýrari og til að koma í veg fyrir að lítill hluti landsmanna þurfi að greiða margfalt hærra verð fyrir upphitun íbúðarhúsnæðis er raforka og olía til hitunar niðurgreidd að hluta. Þar sem olía er hverfandi hluti upphitunar verður hér eftir til einföldunar einungis talað um rafhitun,“ segir í skýrslunni.

Skýrslan og tillögurnar í heild (létt pdf-skjal)

 

Athugasemdir

Guðjón D. Gunnarsson, laugardagur 14 janar kl: 17:20

Hvar standa þeir, sem eru með dýra hitaveitu?

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31