Tenglar

27. janúar 2011 |

Refaveiðar samræmast ekki tilskipunum ESB

Refaveiðar samræmast ekki tilskipunum Evrópusambandsins, sem vill friða refi algerlega. Þá vill sambandið að ríki tryggi refum friðlönd innan landamæra sinna. Málið hefur komið til umræðu á svonefndum rýnifundum í tengslum við aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Að sögn Bændablaðsins duga þau litlu frávik sem eru á tilskipunum sambandsins um refi hvergi nærri til að halda uppi refaveiðum hér á landi, eins og verið hefur.

 

Þá mun vera ótækt að ríki eða sveitarfélög greiði fyrir refaveiðar eins og nú er gert. Hér á landi er refur friðaður samkvæmt meginreglu laga um veiðar á villtum dýrum, en víðtæk frávik eru frá þeirri grein, hvað refinn varðar.

 

Nú velta menn því fyrir sér hvort hægt yrði að semja um að þeir, sem verða fyrir tjóni af völdum refs, eins og sauðfjárbændur og æðarbændur, megi stunda refaveiðar, en bændur benda á að það sé ekkert gagn í að stunda veiðar á eigin jörðum ef ekki megi veiða hinum megin við lækinn líka, eins og það er orðað.

 

visir.is

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30