Tenglar

24. júlí 2016 |

Spaðaball í Flatey

Þarna verður Spaðaballið að venju. Myndina tók Árni Geirsson.
Þarna verður Spaðaballið að venju. Myndina tók Árni Geirsson.
1 af 2

Hljómsveitin góðkunna og gamalkunna Spaðar spilar á balli á Hótel Flatey um verslunarmannahelgina, nánar tiltekið á laugardagskvöldið, 30. júlí. Ekki er ósennilegt að þetta verði eina skiptið sem Spaðarnir koma fram á þessu ári, en þeir mega teljast nokkuð hagvanir í Flatey á Breiðafirði. „Það er bara ekkert sem jafnast á við það að spila í Flatey,“ sagði Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og Spaðamaður í samtali við Reykhólavefinn fyrir nokkrum árum.

 

Spaðarnir héldu miðnæturtónleika á Reykhólum á Reykhóladögum 2014 og hafa ekki í annan tíma spilað á meginlandi Reykhólahrepps.

 

Ferskleika Spaðanna má væntanlega rekja ekki síst til þess að þeir eru ekki atvinnumenn í faginu heldur finnst þeim þetta bara svo skemmtilegt. Þeir starfa annars í hinum og þessum geirum, eins og sagt er - þekktastur þeirra á landsvísu er trúlega Guðmundur Andri.

 

Spaðaböll hafa alltaf verið glaðværar samkomur þar sem fólk á öllum aldri skemmtir sér við skvaldur og dans. Tónlist Spaðanna hefur ævinlega verið blanda af frumsömdum dægurlögum í gömlum íslenskum stíl, staðfærðum lögum frá Grikklandi og Sígaunaslóðum Evrópu og bernskri bítlastemmningu, eins og einhvers staðar var sagt.

 

Spiluðu pönkaða polka í Flatey fram á morgun

 

Hótel Flatey - HÓTELIÐ Í ÞORPINU

      

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2023 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31